Óhefðbundnar lausnir

Hefðbundnar skólphreinsilausnir eru gjarnan dýrar og orkufrekar. Vaknað hafa spurningar hvernig megi vernda náttúruperlur, eins og Mývatni og Þingvallavatn, frá aukinni skólpmengun í tengslum við vaxandi ferðamannafjölda.

Árið 2015 hélt VAFRÍ málþing um fráveitulausnir til verndar viðkvæmra viðtaka. Mælt var með aðskilnaði grávatns og skólps (e. source separation) og notkun
óhefðbundinna salernislausna, t.d.:

  • Þurrklósett (e. composting /dry sanitation)
  • Klósett sem aðskilur hland frá saur (e. urine diverting toilets)
  • Vatnssparandi klósett

Nálgast má upptökur, glærur og samantektir af málþinginu á vefsíðu málþingins. VAFRÍ sendi einnig bréf til fjölda hagsmunaaðila í kjölfar málþingsins.

Einnig má lesa kynningu frá Eflu verkfræðistofu á aðalfundi 2014: Reynir Sævarsson.Hreinsun frárennslis á köldum svæðum.2014