Litlar vatnsveitur

Skilgreiningar og flokkun

Samkvæmt nýlegri samantekt á minni vatnsveitum á Íslandi, eru 630 eftirlitsskyldar vatnsveitur sem þjóna færri en 50 manns og aðrar 137 sem þjóna 50-500 manns. Síðan eru vatnsveitur sem eru ekki eftirlitsskyldar skv. lögum. Í þessum flokki eru einstök heimili og sumarbústaðir, fjallaskálar osfrv. Fjöldi þeirra er óþekktur og mjög lítið er vitað um ástand vatnsbóla.

Vatnsveitur eru eftirlitsskyldar ef þær þjóna 50 manns eða fleirum, 20 heimilum/sumarbústöðum, eða matvælafyrirtækjum. Ekki er fullt samræmi við flokkun í hvað séu eftirlitsskyldar vatnsveitur, hvort miða eigi við notendur með fasta búsetu eða fjölda gesta og hvað sé flokkað sem matvælafyrirtæki, t.d. tjaldstæði eða rekstur gistihúsa. Nauðsynlegt er að skerpa á skilgreiningum.

Eiginleikar

Minni vatnsveitur er að mörgu leyti öðruvísi en þær stærri.  Þær eru:

  • Byggðar og reknar af einkaaðilum, ekki sveitafélögum, og oft í eigu notenda
  • Stórhluti nýta lindavatn en ekki borholuvatn
  • Margar eru sjálfrennandi, sem er ódýrara og á margan hátt þægilegra í rekstri, en meiri hætta er á að yfirborðsmengun berist í þær en borholur
  • Álag er breytilegt og það getur skapað rekstrarvandamál

Þessir þættir geta allir stuðlað að auknum líkum á mengun vatnsbóla.

Vísbending um gæði vatns  og vatnstöku

Vísbendingar eru um að gæði vatns í minni eftirlitsskyldum vatnsveitum séu lakari en í þeim stærri og fleiri sýni greinast þar með saurmengun en í stærri vatnsveitum. Þetta er vandamál víða um heim t.d. í mörgum löndum Evrópu þar sem 65 milljónir Evrópubúa fá vatn frá litlum vatnsveitum.

Í reglubundnu eftirliti eru greindir vísar á mengun en ekki sjúkdómsvaldandi örverur. Greindir eru E.coli gerlar sem er bakteríuflokkur sem gefur vísbendingu um saurmengun.  Hinsvegar greinir eftirlitið ekki minnstu og stærstu gerð sjúkdómsvaldandi örveraflokkana, veirur og frumdýr.  Til þess þarf sértæk próf sem eru oft erfið.  Þessar örverur má drepa með meðhöndlun vatns s.s. eins og síun og geislun en æskilegast er að fyrirbyggja mengun vatns þannig að ekki þurfi hreinsun á því.

Við sýnatöku er ástand vatnsbóla metið. Í nýlegri íslenskri könnun eru 50% af minnstu vatnsveitunum (<50 manns) í góðu ástandi, hinn helmingurinn er ekki skráður eða þarfnast úrbóta.

Ítarefni:

VAFRÍ hélt málþing um öryggi neysluvatns hjá minni vatnsveitum í maí 2016. Framsöguerindi, skýrslur og rannsóknir sem viðkoma málaflokkinn má nálgast á vefsíðu málþingsins.