Fráveitulausnir á viðkvæmum svæðum 2015

Aukinn ferðamannastraumur og sumarbústaðabyggð nálægt Þingvallavatni veldur sífellt meiri áhyggjum vegna mengunaráhrifa þeirra á vatnið. Draga þarf úr magni næringarefna sem berast í vatnið, m.a. frá skólpi, en venjulegar rotþrær sem notast er við í dreifðum byggðarsamfélögum hreinsa slík efni einungis að litlum hluta. VAFRÍ boðaði til málþings til þess að ræða mögulegar fráveitulausnir til verndar Þingvallavatns þar sem vistkerfið er nitur takmarkað.

Einn helsti sérfræðingur á sviði óhefðbundinna skólphreinsiaðferða á Norðurlöndunum, Dr. Petter D. Jenssen (Ferilskrá PDJ), deildi reynslu sinni af alþjóðlegum vettvangi.

Málþingið var haldið í samstarfi við Ferðamálaráð, Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Samorku, Umhverfisstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Málþingið fór fram 8. maí 2015 kl. 9:00-12:15 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á eftir aðalfundi VAFRÍ (kl. 8:15-8:45).

Dagskrá málþings

Upptökur (Video)

Glærukynningar og skriflegt efni