Aðalfundir

2022
Aðalfundur VAFRÍ fór fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 19. maí 2022 kl. 14:00.  Um 40 manns sóttu fundinn. Í kjölfar fundarins var haldinn fræðslufundur um flóð og blágrænar ofanvatnslausnir í höfuðborginni.  Dagskrá fundarins má nálgast hér og upptöku á Fésbókarsíðu félagsins.

2021
Í ljósi samkomutakmarkana vegna COVID-19, þá fór aðalfundur VAFRÍ fram rafrænt 6. maí 2021 kl. 13:00.  Um 25 manns sóttu fundinn. Í kjölfar fundarins voru haldin tvö erindi um rekstur og eftirlit vatnsveitna á tímum náttúruvár.  Hægt er að nálgast upptökur af fræðsluerindunum hér.

2020
Í ljósi samkomutakmarkana vegna COVID-19, þá fór aðalfundur VAFRÍ fram rafrænt 27. maí 2020 kl. 13:00. Í kjölfar fundarins var félagsmönnum boðið að hlýða á Meistarafyrirlestur Selinu Hube í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, sem fjallaði um himnutækni til að hreinsa skólp á Íslandi.

2019
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 7. maí 2019 kl. 11:30-13:30 í höfuðstöðvum Mannvits að Urðarhvarfi 6 Kópavogi. Auk hefðbundinna fundarstarfa voru áskoranir sem blasa við vatns- og fráveitum á tímum hnattrænnar hlýnunar ræddar og hvernig sjálfbærnishugsun er lausn við vandanum. Hægt er að nálgast fræðsluerindin hér.

2018
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 2. maí 2018 í Háskóla Íslands. 27 manns sóttu fundinn. Fluttar voru tvær hugvekjur, sem komu inná þörfina fyrir skýrari ramma, tæknileiðbeiningar og nýsköpun bæði hvað varðar meðferð á skólpi og ofanvatni á Íslandi. Hægt er að nálgast fræðsluerindin hér.

2017
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 22. júní frá kl. 12-12:30 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, á undan vísindaferð um Suðurland. Um 25 manns sóttu fundinn.

2016
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 6. maí frá kl. 12-13. Eftir fundinn var boðið upp á  fyrirlestur frá Veitum um hreinsun gruggs úr vatnsbólinu Grábrók í Borgarfirði, sjá Guðmundur Brynjúlfsson.Grugg í Grábrók.2016

2015
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 8. maí 2016, á undan málþingi um skólplausnir til verndar viðkvæmra viðtaka. Hægt er að nálgast erindin og upptökur af málþinginu hér

2014
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 8. apríl kl. 15-16:30. Alls sóttu 45 manns fundinn. Fundarstjóri var Sigurður Magnús Garðarson, deildarforseti umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ. Tvö erindi voru flutt:

Nánari upplýsingar eru að finna í dagskrá.

2013
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 30. apríl kl. 12-13:30. Tvö erindi voru flutt:

Nánari upplýsingar eru að finna í Dagskrá aðalfundar VAFRÍ 2013

2012
Aðalfundur VAFRÍ fór fram 8 maí. Hilmar Sigurðsson, verkfræðingur, flutti tölu með heitinu

Hugleiðing um fráveitu