Vatnsveitukerfi

Vatnsveitur þjóna þeim tilgangi að færa vatn frá vatnsbólum til neytenda. Helstu burðaliðir vatnsveitna eru:

  • Borholur eða inntaksmannvirki við vatnsból
  • Vatnshreinsivirki, sem tryggja að vatnið sé heilsusamlegt
  • Aðveituæðar, sem flytja vatn frá vatnsbóli til þéttbýlis
  • Vatnssöfnunartankar, sem anna álagstímum eins og þegar eldsvoði á sér stað
  • Innanbæjar dreifikerfi, sem samanstanda af pípum, dælum, lokum, brunahönum og fleiri þáttum sem tryggja aðgengi neytenda að hreinu vatni

Þessir innviðir eru viðkvæmir fyrir ytri áhrifum, s.s. rigningu, flóðum og skriðuföllum. Með hnattrænni hlýnun má búast við auknu álagi á vatnsveitukerfin, eins og kemur fram í nýlegri grein Maríu J. Gunnarsdóttur ofl. 2019 í Verktækni.