Blágrænar regnvatnslausnir

Í eldri hverfum, er regnvatni sem fellur á húsþök, bílastæði og vegi safnað saman og flutt í sömu leiðslum og skólp.  Þetta fyrirkomulag skapar vandamál fyrir rekstur skólphreinsistöðva.  Í asa hláku eða rigningu þynnist skólpið með yfirborðsvatni, með þeim afleiðingum að styrkleiki mengunar lækkar.  Hreinsivirkni skólphreinsistöðvanna lækkar bæði vegna mikils rúmmáls vatns sem fer um stöðina, en einnig vegna þess að efnafræðileg samsetning skólps er öðruvísi en gert er ráð fyrir í hönnun.  Í verstu tilfellum anna stöðvarnar ekki skólprennslinu, sem leiðir til þess að ómeðhöndluðu skólpi er veitt beint út í viðtaka í gegnum yfirföll við ströndina.  Við slíkar aðstæður getur skólp komist í snertingu við fólk, sem gengur um ströndina eða syndir í sjónum.

Dæmi um gróðursvelg meðfram Suðurgötu. (Mynd: Nemendur í vatns og fráveitum við HÍ, 2012)

Að byggja nýjar skólpleiðslur í gömlum hverfum er dýr framkvæmd. Nýjar stefnur í regnvatnsstjórnun leggja til að aftengja regnvatn frá skólpleiðslum og nýta það staðbundið.  Blágrænar regnvatnslausnir, eins og græn þök, tjarnir, svelgir og regngarðar, eru þannig að ryðja sér völl í borgarumhverfi margra landa. Þessar lausnir auka vægi græns (gróðurþekju) og blás (vatns) í þéttbýli og skapa þannig þægilegt og rólegt umhverfi til útivistar. Þessar lausnir gegna einnig verkfræði- og vistfræðilegum hlutverkum, eins og að safna og hreinsa ofanvatn af þungmálmun og næringarefnum, endurhlaða grunnvatnsstöðu, minnka flóðahættu og auka líffræðilegan fjöbreytileika.

Innleiðing á Íslandi, sjá einnig https://www.bgoreykjavik.com/:

Blágrænar regnvatnslausnir hafa verið innleiddar í hverfinu Urriðaholti í Garðabæ. Nálgast má Tedx um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Urriðaholti.

Einnig má innleiða lausnirnar í eldri hverfi, sbr. verkefni nemenda í umhverfis- og byggingarverkfræði Háskóla Íslands sem ber heitið Proposal for a Blue-Green University Campus (2012)

Leiðbeiningar um blágrænar ofanvatnslausnir

MS ritgerð Eyrúnar Pétursdóttur um lykilþætti fyrir árangursríka innleiðingu blágrænna lausna á Íslandi (á ensku, 2016)

Glærur frá örfyrirlestri VAFRÍ 15. Febrúar 2017 til heiðurs Sveins Torfa Þórólfssonar:

Rannsóknir og skýrslur:

Sigurður Grétar Sigmarsson, Verkís (2017). Meðhöndlun ofanvatns í Ártúnshöfða

Virkni grænna þaka með tilraun við Háskóla Íslands.