Náttúruvá 2021

Í kjölfar aðalfundar 6. maí 2021 kl. 13:30 voru haldnir tveir rafrænir fræðslufyrirlestrar um rekstur og eftirlit vatnsveitna á tímum náttúruvár. Hægt er að nálgast upptökur af fundinum hér og á fésbókarsíðu félagsins.

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands (HES):  Helstu verkefni HES við náttúruhamfarir

  • Eldgos, jarðskjálftar, hamfaraflóð – er eitthvað sem auðveldlega getur orðið að verkefnum á Suðurlandi. Neysluvatn og eftirlit með vatnsveitum er megin viðfangsefnið þegar hamfarir skella á. Loftgæði er erfiðara að ráða við en er jafnframt viðfangsefni þegar eldgos verða.

Sigrún Tómasdóttir, jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur: Mögulegar ógnir frá eldgosum: hvernig vöktum við vatnsgæði?

  • Undanfarin ár hafa Veitur aukið sívöktun á neysluvatni í Heiðmörk með það að markmiði að fá betri sýn á vatnsgæði hverju sinni. Haustið 2020 settu Veitur upp sérstakan efnavöktunarbúnað á báðar aðalæðar til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga. Aukinn kraftur var settur í vöktun búnaðarins í kjölfar skjálftahrinu og síðar eldgossins og mun Sigrún Tómasdóttir segja okkur frá búnaðinum.