Fræðslufyrirlestrar

Í ljósi COVID stendur félagið fyrir rafrænum fræðslu fyrirlestrum

6. maí 2021 kl. 13:30. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands (HES):  Helstu verkefni HES við náttúruhamfarir

  • Eldgos, jarðskjálftar, hamfaraflóð – er eitthvað sem auðveldlega getur orðið að verkefnum á Suðurlandi. Neysluvatn og eftirlit með vatnsveitum er megin viðfangsefnið þegar hamfarir skella á. Loftgæði er erfiðara að ráða við en er jafnframt viðfangsefni þegar eldgos verða.

Sigrún Tómasdóttir, jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur: Mögulegar ógnir frá eldgosum: hvernig vöktum við vatnsgæði?

  • Undanfarin ár hafa Veitur aukið sívöktun á neysluvatni í Heiðmörk með það að markmiði að fá betri sýn á vatnsgæði hverju sinni. Haustið 2020 settu Veitur upp sérstakan efnavöktunarbúnað á báðar aðalæðar til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga. Aukinn kraftur var settur í vöktun búnaðarins í kjölfar skjálftahrinu og síðar eldgossins og mun Sigrún Tómasdóttir segja okkur frá búnaðinum.

 

20. apríl 2021 kl. 09:00. Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mun kynna uppfært mat á endurkomutíma úrkomu.  Afurðir verkefnsins eru uppfærð 1M5 kort sem innihalda fleiri smáatriði en eldri útgáfa þar sem innlagsgögn eru í mun þéttriðnara neti.

16. nóv. 2020 kl. 10:00. Sverrir Heiðar Davíðsson, starfsmaður Veitna og MS nemi í DTU: Aðferðafræði fyrir sjálfvirka greiningu á íbúanotkun, iðnaðarnotkun og lekum í mælingum inn á stór hverfi – þróun og prófanir

13. okt. 2020 kl. 9:00. Elín Smáradóttir, ein af lögmönnum samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur: lög og reglur sem gilda um vatns- og fráveitur með áherslu á:

  • Rekstur vatns- og fráveitu sem stjórnsýslu.
  • Breytingar sem orðið hafa á lögum og framkvæmd í kjölfar dóma.