Á döfinni ’20-21

Í ljósi COVID hélt félagið þrjá rafræna morgunfyrirlestra árin 2020-2021.

20. apríl 2021 kl. 09:00. Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mun kynna uppfært mat á endurkomutíma úrkomu.  Afurðir verkefnsins eru uppfærð 1M5 kort sem innihalda fleiri smáatriði en eldri útgáfa þar sem innlagsgögn eru í mun þéttriðnara neti.

16. nóv. 2020 kl. 10:00. Sverrir Heiðar Davíðsson, starfsmaður Veitna og MS nemi í DTU: Aðferðafræði fyrir sjálfvirka greiningu á íbúanotkun, iðnaðarnotkun og lekum í mælingum inn á stór hverfi – þróun og prófanir

13. okt. 2020 kl. 9:00. Elín Smáradóttir, ein af lögmönnum samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur: lög og reglur sem gilda um vatns- og fráveitur með áherslu á:

  • Rekstur vatns- og fráveitu sem stjórnsýslu.
  • Breytingar sem orðið hafa á lögum og framkvæmd í kjölfar dóma.