COVID

Á þessari síðu eru teknar saman nýlegar rannsóknir um COVID í tengslum við vatns- og fráveitur. Meðlimum er bent á fésbókarsíðu félagsins til að koma með ný innslög og ræða inntak þessara rannsókna.

Í grein sem birtist 6. maí 2020 vöruðu líffræðingar við Háskólann í Stirling í Bretlandi við mögulegri smitleið í gegnum fráveitukerfið. Við skólpdælingu og losun óhreinsaðs skólps í viðtaka, t.d. um yfirföll í rigningum, geta myndast örfínir úðadropar sem hægt er að anda að sér. Vitað er að vírusinn sem fer í gegnum meltingafærin lifir lengur en sá sem berst út í gegnum öndunarkerfið.  Vírusinn hefur greinst í saur sjúklings 33 dögum eftir að hann náði sér af öndunareinkennum. Enn er lítað vitað um örlög COVID í vatnsumhverfi, en lípíð hulsan í kringum veiruna gerir hana líklega til að hegða sér öðruvísi en aðrir vírusar, og því er þörf á frekari rannsóknum. Lesa má viðtal við Richard Quilliam í Science Daily eða sækja sér frumgreinina í Environment International.

Bandaríska Umhverfisstofnunin EPA bendir á að sótthreinsun sem er oft lokaþrep í hefðbundinni annars stigs skólphreinsun drepi líka COVID veiruna. Þannig sé ólíklegt að veiran berist í viðtaka ef hún fer í gegnum skólphreinsistöð sem beitir sótthreinsun (t.d. klórun, geislun með óson eða UV ljósi). Vert er að nefna að sótthreinsun er einungis góð leið að drepa veirur utan líkamans, ef sótthreinsir er innbyrður skemmir hann mannslíkamann eins og veiruna, eins og skýrt í nýlegu innleggi á Vísindavef Háskóla Íslands.

Alþjóðlega Heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ekki rakið COVID smit til úðadropa frá vatni innan fráveitukerfisins utan lóðar. Þannig er ekki mælt með sérstökum varrúðarráðstöfunum fyrir starfsmenn veitufyrirtækja vegna COVID, lögð er áhersla á reglulegan handþvott. Hins vegar er talað um leiðir til að draga úr smithættu sem getur myndast á klósettum. Í minnisblaði frá 19. Mars 2020 greinir WHO frá mikilvægi þess að sjúklingar noti eigið klósett, að passað sé á ekki myndist úði frá klósettinu þegar sturtað er niður með því að loka klósettskálinni og loka klósett herberginu.  Klósett sem eru samnýtt séu þrifin tvisvar á dag af sérútbúnum ræstitæknum.  Þá er nefnt að í SARS faraldrinum 2003 mátti rekja smit í fjölbýlishúsum til lélegs frágangs fráveitulagna og illa hannaðs loftræstikerfis.

Margir hafa rannsakað hvort hægt sé að greina SARS-CoV-2 í fráveituvatni. Skólp getur gefið vísbendingu um útbreiðslu veirunnar í heilum samfélögum, sem er hentugt í ljósi þess að margir eru einkennalausir og bæði kostnaðarsamt og dýrt að prófa einstaklinga. Hér má nefna nokkrar rannsóknir í tímaröð