Aðalfundur 2021

Komið þið sæl ágætu félagar í VAFRÍ

Samkvæmt lögum félagsins ber að halda aðalfund þess fyrir apríl lok ár hvert. Ekki þarf að fjölyrða um ástæður þess að tafir hafa orðið á fundarboði frá stjórninni. Með hliðsjón af áframhaldandi samkomutakmörkunum og þeirra sóttvarnar­reglna sem enn gilda, er það niðurstaða stjórnar að fresta aðalfundi ekki frekar en halda hann þess í stað í fjarfundi.

Í ljós þess að ekki er í lögum félagsins gert ráð fyrir þessari leið (heldur ekki bannað) þyki rétt að gefa félagsmönnum kost á að gera athugasemdir við þessa aðferð og skal athugasemdum þá beint til stjórnar í beinu framhaldi af fundar­boði þessu.

Í samræmi við ofanritað boðar stjórn VAFRÍ til fjaraðalfundar miðvikudaginn 27. maí n.k. kl. 13:00 og er dagskrá í samræmi við lög félagsins svohljóðandi:

  1. Skýrsla formanns.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Kosning stjórnar.
  4. Kosning skoðunarmanna til eins árs í senn.
  5. Ákvörðun á félagsgjöldum.
  6. Önnur mál.

Engar tillögur til lagabreytinga hafa borist stjórn.

Auk þessa fundarboðs verður félagsmönnum sent fjarfundarboð (Teamsfundur) sem birtist þá í dagbókinni hjá ykkur og á þá að duga að smella á fundar­hlekkinn (Join Microsoft Teams Meeting) (sjá mynd hér að neðan). Einnig er hægt að afrita hlekkinn og opna hann í vafra.

Mjög gott er að undirbúa sig vel fyrir fjarfundinn og prófa virkni hugbúnaðar tímanlega ef fólk er ekki vant þessari aðferð. Við munum opna fyrir fundin 15 mínútum fyrir upphaf fundar þ.e. kl. 12:45.

Þá er mikilvægt að átta sig á því að hluti af fundarþátttökunni er atkvæða­greiðsla og mun fundarstjóri stjórna henni í fjarfundinum.

Hlökkum til að sjá ykkur á fjaraðalfundi VAFRÍ.