Nýtt á döfinni 2019

Framtíðarsýn í veitumálum var rædd á eftirmiðdagsfundi hjá Eflu, annars vegar á landsvísu í tenglsum við þróun ferðamála og hins vegar í sveitarfélögum um möguleika snjalltækni eða nýjan hugsunarhátt í veitustarfsemi.

Staður: EFLA Verkfræðistofa Lynghálsi 4

Stund:  Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 14.30 -17.00

Dagskrá í mótun

Anna Heiður Eydísardóttir, verkfræðingur og sjórnarmeðlimur, ávarpar fundinn og sér um fundarstjórn

Kl. 14:30 – 16 Fyrirlestrarröð

  • Ragnhildur Gunnarsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá EFLU kynnir Jafnvægisás ferðamála. Um verkefnið: Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið ákvað árið 2017 að ráðast í umfangsmikið verkefni þar sem lagt er mat á álag á íslenskt samfélag, efnahag, innviði og umhverfi vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. Staða mismunandi innviða og álag á þá var greint, þar með talið vatns- og fráveitur, sjá meira hér.
  • Garðar Gíslason, Sérfræðingur snjallkerfa hjá Veitum kynnir Innleiðingu snjallra lausna í vatnsveitu Álfaness. Þetta tilraunaverkefni gengur út á að prófa nýjar mæli- og samskiptalausnir til að þróa snjallt sjálfvirkt eftirlit með vatnsveitukerfum Veitna. Niðurstöður nýtast til að skapa sýn og forsendur fyrir innleiðingu á snjöllum vatnsveitukerfum og tilsvarandi framtíðarsýn Veitna, sjá glærur hér.
  • Hlöðver Stefán Þorgeirsson sérfræðingur í fráveitu og nýsköpun og tækniþróun hjá Veitum kynnir Stefnu Veitna og framtíðarsýn í skólphreinsun. Um verkefnið:  Við rekstur fráveitu Veitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi?
  • Spurningar og umræður

Kl. 16-17 Óformlegt spjall með veitingum frá EFLU verkfræðistofu

Vinsamlega skráið þátttöku til að hægt sé að áætla veitingar á þessum hlekk hér